Námskeið í framkomu og ræðumennsku

In by Dagný Engilbertsdóttir

Viðburður fer fram: 03/11/2016
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1


Dagana 2. og 3. nóvember stendur UAK fyrir námskeiðum í ræðumennsku og framkomu. Námskeiðin verða haldin í húsakynnum Háskólans í Reykjavík kl. 20 og munu standa yfir í u.þ.b. 2 klst (athugið að um er að ræða sama námskeið haldið tvö kvöld í röð). Kennari er Guðrún Sóley Gestsdóttir en hún hefur mikla reynslu á þessu sviði. Hún keppti tvívegis til sigurs í Morfís og þjálfaði sigurlið þeirrar keppni árin á eftir. Í dag starfar Guðrún Sóley sem dagskrárgerðar- og fréttamaður á RÚV. Hún hefur leitt fjölda ræðunámskeiða og mun í þetta sinn leggja áherslu á flutning og uppbyggingu í praktískri- sem og tækifærisræðumennsku. Einnig verður komið inn á framkomu í fjölmiðlum.

Uppbygging námskeiðanna verður með þeim hætti að fyrst verður farið yfir helstu atriðin sem hafa þarf í huga þegar haldin er ræða og komið fram fyrir framan hóp af fólki. Í framhaldi af því verður horft á myndbönd af ræðum til að sjá dæmi um mismunandi nálganir, taktík o.fl. Að lokum flytur hver og ein örstutta ræðu (hámark 2 mínútur) um sjálfa sig eða eitthvað sem hún hefur áhuga á.

Í boði verður ísköld kók í gleri, toppur og Víking jólabjór.

Opnað hefur verið fyrir skráningu – passið að skrá ykkur á þá dagsetningu sem hentar ykkur betur.

Skráning

Skráning er lokuð.