Námskeið í samningatækni

In by snaefridurjons

Viðburður fer fram: 28/11/2019
Klukkan: 7:30 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Stofa V102 – Háskólinn í Reykjavík, Menntavegi 1


Langar þig að fá meira af því sem þú vilt? Með grunnþekkingu í samningatækni getur þú tekið skref í þá átt!

Fimmtudaginn 28. nóvember stendur UAK fyrir námskeiði í samningatækni. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Háskólans í Reykjavík stofu V102. Húsið opnar kl 19.30 og mun námskeiðið sjálft hefjast kl 20.00 og standa yfir í u.þ.b 2 klst.

Kennari kvöldsins verður Aldís Guðný Sigurðardóttir Ph.D. Aldís er með doktorsgráðu í viðskiptafræði og hefur rannsakað hegðun samningamanna í fyrirtækjasamningum (B2B), kynjamun í launasamningum og verðlagningu, hegðunar mun á kaupendum og seljendum við samningaborðið  og menningamun í millilandasamningum. Aldís starfar sem Lektor við tækniháskólann í Twente í Hollandi en ásamt kennslu þar hefur hún hefur kennt samningatækni og tengd fög í Háskólanum í Reykjavík til fjölda ára, Háskólanum á Bifröst, Vínarborgarháskóla í Austurríki, Kozminski Háskóla í Póllandi, DHBW í Þýskalandi og Fontys í Hollandi. Hún hefur jafnframt langa reynslu af stjórnendaþjálfun hér á landi sem og í Danmörku, Póllandi og í Hollandi. Aldís hefur töluverða reynslu af kjarasamningum en hún hefur starfað fyrir ymis fyrirtæki og stéttarfélög bæði sem ráðgjafi og sem formaður samninganefndar. Aldís rekur jafnframt félagið House of Consulting í Hollandi sem einblínir á stjórnendaþjálfun og þjálfun starfsmanna almennt í samskiptum og samningagerð. Aldís hefur brennandi áhuga á hegðun fólks í samningaviðræðum og hefur lagt hug og hjarta í að koma auga á hvaða hegðun er vænlegust til árangurs.

Á námskeiðinu verður farið yfir nokkur grundvallaratriði í samningatækni eins og undirbúning samningaviðræðna, hvernig á að bera sig við samningaborðið, launaviðræður, mun kynjanna, hvað er til ráða þegar ekki er hægt að hnika viðsemjanda og margt fleira.

Drykkir í boði Coca-Cola á Íslandi verða á staðnum.

Skráning

Skráning er lokuð.