Námskeið í samningatækni

In by Helena Rós Sturludóttir6 Comments

Viðburður fer fram: 16/02/2017
Klukkan: 7:30 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1


Fimmtudaginn þann 16. febrúar stendur UAK fyrir námskeiði í samningatækni. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Háskólans í Reykjavík stofu V102. Húsið opnar kl 19.30 og mun námskeiðið sjálft hefjast kl 20.00 og standa yfir í u.þ.b 2 klst.

Kennari kvöldsins er svo sannarlega ekki af verri endanum en það er engin önnur en Aldís Guðný Sigurðardóttir doktorsnemi og stundakennari í HR. Aldís býr yfir áralangri reynslu sem samningakona, þjálfari og kennari í samningatækni. Aldís er að ljúka doktorsnám í viðskiptafræði þar sem hún rannsakar hegðun samningamanna í samningaviðræðum og hvaða hegðun leiðir til betri útkomu. Þá hefur hún rannsakað mun á samningastíl kynjanna í launaviðræðum. Aldís hefur kennt samningatækni og tengd fög við fjölda háskóla víðs vegar um Evrópu, m.a. á Íslandi, í Póllandi, Austurríki, Þýskalandi og Hollandi. Hún hefur auk þess leitt viðræður í kjarasamningaviðræðum og bæði þjálfað keppendur og verið dómari í alþjóðlegun samningatæknikeppnunum TNC of Warsaw Negotiation Round. Aldís hefur einnig starfað inní fyrirtækjum sem ráðgjafi bæði á Íslandi í Póllandi og í Danmörku þar sem stjórnendur fengu langtímaþjálfun í samningatækni sem stuðlaði að aukinni framlegð fyrirtækjanna.

Á námskeiðinu verður farið yfir nokkur grundvallaratriði í samningatækni eins og undirbúning samningaviðræðna, hvernig á að bera sig við samningaborðið, launaviðræður, mun kynjanna, hvað er til ráða þegar ekki er hægt að hnika viðsemjanda og margt fleira.

Drykkir í boði Vífilfells á staðnum.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á viðburðinn og hvetjum við sem flestar til að mæta.

Skráning

Skráning er lokuð.

Comments

Leave a Comment