Viðburður fer fram: 10/05/2021
Klukkan: 8:00 e.h. - 9:30 e.h.
Hvar: Kex Hostel (Gym og Tonic), Skúlagata 32
Þann 10. maí næstkomandi stendur UAK fyrir námskeiði í Skapandi hugsun. Námskeiðið fer fram í Gym og Tonic salnum á Kex Hostel og hefst kl. 20. Markmið námskeiðsins er að gefa félagskonum tól til þess að skapa þekkingu, færni og leikni til þess að stýra verkefnum innan fyrirtækja og stofnana með því að nýta aðferðafræði skapandi hugsunar við hugmyndavinnu og lausnir á vandamálum.
Svava María Atladóttir leiðir námskeiðið en hún starfar sem verkefnastjóri hjá Landspítalanum. Áður var hún partner hjá Future Medical Systems í San Francisco en hún vann jafnframt í sex ár hjá IDEO sem hefur verið leiðandi í hönnunarhugsun alþjóðlega. Svava María hefur stýrt fjölda verkefna þar sem hönnunarhugsun hefur verið leiðandi aðferðafræði við að finna lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hún er meðhöfundur bókarinnar Discovery Design: Charting New Directions in Healthcare Improvement.
Það er afar ánægjulegt að geta boðið upp á námskeið í raunheimum en að sjálfsögðu verður öllum sóttvarnarfyrirmælum fylgt. Takmörkuð pláss eru í boði en skráning fer fram hér að neðan.
Hlökkum til að hitta ykkur!
Skráning
Viðburðurinn er fullbókaður