Námskeið í streitustjórnun

In by annaberglind

Viðburður fer fram: 17/10/2017
Klukkan: 7:30 e.h. - 9:30 e.h.
Hvar: Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1


Þriðjudaginn 17. október mun UAK standa fyrir námskeiði í streitustjórnun.

Flestir þekkja að vera undir miklu álagi og stressi, það að reyna að hafa stjórn á skólanum, vinnunni, börnunum, halda góðri heilsu, borga reikningana, skemmta sér, hreyfa sig – og það allt á sama tíma og gera það vel. Nauðsynlegt er að hafa stjórn á streitunni áður en hún hefur neikvæð áhrif á heilsu okkar og líf.

Stjórnun streitu er ekki meðfæddur hæfileiki, heldur hæfileiki sem þarf að læra. Því höfum við fengið til liðs við okkur Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur en áhersla hennar í starfi er að leiðbeina einstaklingum hvernig þeir geta bætt lífstíl sinn með því að bera ábyrgð á eigin liðan og hegðun. Ragnheiður er framkvæmdastjóri Forvarna ehf. og er með meistaragráðu í Félags- og Vinnusálfræði.

Markmið námskeiðsins er að fræða félagskonur um almenna streitu og hvernig hún hefur áhrif á daglegt líf okkar. Þá verður lögð sérstök áhersla á hvað sé að valda streitu, hvaða afleiðingar hefur hún í för með sér og hvað sé hægt að gera til þess að draga úr og fyrirbyggja streitu.

Námskeiðið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík í stofu V102. Húsið opnar kl. 19:30 en við hefjum leika kl. 20:00.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á viðburðinn en takmarkaður fjöldi sæta er í boði svo við mælum með að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti!

Skráning

Skráning er lokuð.