Núvitundarnámskeið

In by asbjorge

Viðburður fer fram: 23/03/2018 - 24/03/2018
Klukkan: 4:30 e.h. - 2:00 e.h.
Hvar: Núvitundarsetrið, Lágmúli 5


“Núvitund er sú vitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi, á þessu augnabliki, að því sem er, eins og það er, án þess að dæma.”

Dagana 23. og 24. mars nk. ætla Ungar athafnakonur að fara á núvitundarnámskeið hjá Pálínu í Núvitundarsetrinu. Pálína er meðal annars menntuð í sálfræði, “mindfulness based stress reduction” og hugrænni atferlismeðferð og ætlar að aðlaga námskeiðið að þörfum ungra athafnakvenna. Auk þess að kenna okkur almenna núvitund mun hún því blanda þáttum úr námskeiðinu “Leitaðu inn á við” í okkar fræðslu ásamt því að vinna með streitu og kvíða.

Námskeiðið spannar, eins og áður sagði, tvo daga en kennslustundirnar eru:

  • Föstudagurinn 23. mars frá 16.30-19.00
  • Laugardagurinn 24. mars frá 10.00-14.00

Fjöldi sæta er takmarkaður við 18 félagskonur og því biðjum við ykkur að skrá ykkur aðeins ef þið komist báða dagana til að hámarka fræðsluna sem við fáum út úr námskeiðinu. Skráning hefst kl 20.00 fimmtudaginn 15. mars.

Skráning

Skráning er lokuð.