Ný kynslóð fjárfesta

In by Hugrún Elvarsdóttir

Viðburður fer fram: 01/11/2022
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:30 e.h.
Hvar: Gróska hugmyndahús, Bjargargata 1


Næsti viðbuður UAK verður haldinn þriðjudaginn 1. nóvember í samstarfi við Nasdaq Iceland og Unga fjárfesta og ber yfirskriftina Ný kynslóð fjárfesta.
Einblínt verður á ungt fólk og fjárfestingar, persónulegan sparnað og nauðsyn þess að efla þátttöku kvenna þegar kemur að fjárfestingum.
Húsið opnar kl. 19:30 og viðburðurinn hefst kl. 20:00.

Dagskrá
Fundarstjóri er Hugrún Elvarsdóttir, verkefna- og fræðslustjóri UAK.

Opnun
Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. 

Leiðin að markinu
Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri bankasviðs Arion Banka

Ný nálgun við fjárfestingar
Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.

Þrjátíu sjötíu: hvernig eflum við þátttökuna?
Rósa Kristinsdóttir, ein stofnenda Fortuna Invest.

Fjárfestum í fjölbreytileika
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis hf. og stjórnarformaður IcelandSIF.

Pallborðsumræður
Magdalena Torfadóttir, formaður Ungra fjárfesta stýrir umræðum. 

  • Kristín Unnur Mathiesen, forstöðumaður alþjóðlegra markaða hjá Fossum fjárfestingabanka. 
  • Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.
  • Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Köru Connect. 

Þátttakendur í sal munu geta spurt pallborðsþátttakendur spurninga á meðan umræðum stendur og endar viðburðurinn á tengslamyndun.

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér: Ný kynslóð fjárfesta (google.com)

Hlökkum til að sjá ykkur!


Fyrirlesarar:

Magnús Harðarson er forstjóri Nasdaq Iceland. Hann hef­ur ­starfað hjá Nas­daq síðan 2002, fyrst sem for­stöðu­maður við­skipta­sviðs Kauphallarinnar og síðar sem for­stöðu­maður sölu og þjón­ustu. Áður en hann hóf störf hjá Nas­daq Iceland var hann hag­fræð­ingur hjá Þjóð­hags­stofnun í þrjú ár og þar áður starf­aði hann sem efna­hags­legur ráð­gjafi. Hann hefur Ph.D. gráðu í hag­fræði frá Yale Uni­versity.

Iða Brá Benediktsdóttir er aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri bankasviðs Arion Banka en hún tók við starfi framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs í júlí 2017 og starfi aðstoðarbankastjóra í apríl 2022. Iða Brá hefur starfað hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1999. Frá þeim tíma hefur hún gegnt ýmsum störfum innan bankans, nú síðast sem framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs frá 2016 til 2017. Áður hafði Iða Brá m.a. verið forstöðumaður samskiptasviðs, einkabankaþjónustu og í fjárstýringu bankans. Iða hefur setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja; Sparisjóðs Ólafsfjarðar, AFL – sparisjóðs, fasteignafélagsins Landfesta og HB Granda hf. Iða Brá er varaformaður stjórnar Varðar trygginga hf. Iða Brá er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er með MSc í fjármálum frá Erasmus Graduate School of Business í Hollandi og með próf í verðbréfaviðskiptum.

Baldur Thorlacius er framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Baldur hefur starfað hjá Nasdaq síðan árið 2007, fyrst sem sérfræðingur á viðskiptasviði og síðar sem forstöðumaður eftirlitssviðs Nasdaq Iceland. Baldur starfaði hjá Samkeppniseftirlitinu áður en hann kom til starfa hjá Nasdaq. Baldur er með BA-gráðu í hagfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands árið og MSc.-gráðu í hagfræði frá sama skóla.

Kristbjörg er fjármálastjóri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis og hefur yfir 20 ára starfsreynslu af fjármálamörkuðum. Kristbjörg hefur í störfum sínum fyrir Stefni komið að stefnumótun, fjármálastjórn, áhættustýringu og innleiðingu á aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga. Kristbjörg er viðskiptafræðingur frá Hí og lauk framhaldsnámi frá Háskólanum í Melbourne í Ástralíu þar sem hún vann einnig við rannsóknir og kennslu á sviði stjórnunar að loknu námi. Kristbjörg situr í stjórnum tengdum starfi sínu hjá Stefni og hefur setið í stjórn IcelandSIF síðastliðin þrjú ár.

Rósa Kristinsdóttir hefur starfað undanfarin ár sem yfirlögfræðingur og regluvörður Akta sjóða.  Hún er ein af stofnendum Fortuna Invest sem gáfu út metsölubókina Fjárfestingar fyrir síðustu jól. Rósa hefur lokið meistaraprófi í lögfræði og prófi í verðbréfaviðskiptum.

Pallborðsþátttakendur:

 
Kristín Unnur Mathiesen, forstöðumaður alþjóðlegra markaða hjá Fossum fjárfestingabanka.

Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

 

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Köru Connect.