Ofurkonan þú – streymi

In by Kristjana Björk Barðdal

Viðburður fer fram: 20/10/2020
Klukkan: 5:30 e.h. - 7:00 e.h.
Hvar: ,


Þriðjudaginn 20. október nk. munu UAK og Hugrún geðfræðslufélag standa fyrir örfyrirlestrakvöldi sem ber titilinn: Ofurkonan þú. Viðburðinum verður streymt frá facebook og hefst dagskrá kl 17:30.

Viðburðurinn verður opinn öllum en markmið hans er að skapa umræðu um óraunhæfar kröfur ofurkonunnar og fræðast um afleiðingar mikillar streitu.

Konur eru meira frá vegna kulnunar og vinnutengdar streitu. Þá styðja fjölmargar rannsóknir og reynsluheimur kvenna að þær beri hitann og þungann af ólaunuðum störfum heimilis og fjölskyldulífs. Hugtakið Ofurkona á við um konu sem skapar sér frama á vinnumarkaðinum, stendur sig vel innan heimilisins, sem móðir, eiginkona, vinkona og er til fyrirmyndar á öllum sviðum lífsins.

Við höfum fengið góða gesti til liðs við okkur:

  • Sylvía Briem Friðjónsdóttir er verkefnastjóri þjálfunar á ungu fólki hjá Dale Carnegie. Hún er nú á lokaári í grunnnámi í sálfræði og er einn af þátttastjórnendnum í Norminu.
  • Inga Dagný Eydal er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi ofurkona. Síðastliðinn vetur gaf hún út bókina „Konan sem datt upp stigann, reynslusaga af kulnun”.
  • Erla Björnsdóttir er klínískur sálfræðingur með doktorspróf í líf og læknavísindum. Hún hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi og vinnur að rannsóknum á því sviði.
  • Hafrún Kristjánsdóttir er íþróttasálfræðingur með doktorspróf í læknavísindum og er deildarforseti íþróttafræðideildar HR.

#ofurkona samfélagsmiðlaherferð

Við hvetjum ykkur öll til þess að segja frá ykkar eigin reynslu og upplifunum undir #ofurkona á Instagram og Twitter. Deildu mynd/reynslu af ofurkonu og segðu frá hvað þér finnst gera hana að ofurkonu. Við viljum endurskilgreina hugtakið á jákvæðan hátt en ofurkonur þurfa ekki að uppfylla neinar kröfur samfélagsins.

Hvað finnst þér einkenna ofurkonu? Hvaða ofurkonur þekkir þú?

Taggaðu endilega @ungarathafnakonur & @gedfraedsla og notaðu #ofurkona.

Ekki þarf að skrá sig á viðburðinn en upplýsingar um streymi verða aðgengilegar á facebook viðburðinum þegar nær dregur.