Opnunarviðburður UAK 2022

In by Aðalheiður Júlírós

Viðburður fer fram: 08/09/2022
Klukkan: 8:00 e.h.
Hvar: Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargata 11


Ungar athafnakonur hefja nýtt starfsár með opnunarviðburði í veislusal Ráðhúsi Reykjavíkur, fimmtudaginn 8. september. Húsið opnar kl. 19.30 og hefst dagskrá kl. 20.00. Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á starfi félagsins.

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna mun opna viðburðinn með hugvekju. Á eftir henni munu Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Brandenburg og Anna Steinsen, eigandi og þjálfari Kvan segja frá þeim spennandi verkefnum sem þær hafa tekið sér fyrir hendur, af hverju þær eru á þeim stað sem þær eru í dag og ákvörðunum sem hafa mótað starfsferilinn þeirra.

Dagskrá haustsins 2022 verður einnig kynnt en hún er þéttskipuð af fjölbreyttum viðburðum sem hafa það markmið að efla, hvetja og fræða félagskonur.

Við erum spenntar fyrir starfsárinu og hlökkum til að sjá ykkur öll.