Opnunarviðburður 2022

In by ingamaria

Viðburður fer fram: 25/01/2022
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: ,


Opnunarviðburður Ungra athafnakvenna verður í beinu streymi á www.facebook/ungarathafnakonur þriðjudaginn 25. janúar.

Markmið viðburðarins er að ýta undir fjárhagslega valdeflingu kvenna sem er ómissandi liður í að uppræta kynjamisrétti. Mikilvægt er að ungar konur hafi þekkingu, tæki og tól til að taka upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar og höfum við fengið til liðs við okkur framúrskarandi konur til fræðslu og innblásturs.

Kvöldið mun hefjast á hugvekju frá Hrönn Margréti Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra og meðstofnanda Feel Iceland.

Að því loknu fara fram pallborðsumræður þar sem þátttakendur verða Marta Birna Baldursdóttir, verkefnisstýra kynjaðrar fjárlagagerðar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi Frumtak Ventures og Kristín Hildur Ragnarsdóttir, sérfræðingur í viðskiptalausnum hjá Deloitte og meðlimur Fortuna Invest.

Rut Kristjánsdóttir stýrir panelumræðum.

Við hvetjum öll til að fylgast með þessum fyrsta viðburði ársins 2022!