Opnunarviðburður 2023 – Hæfni til framtíðar

In by Lísa Rán Arnórsdóttir

Viðburður fer fram: 19/01/2023
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Háteigur, Grand Hotel, Sigtún 28


Gleðilegt nýtt ár!

Við hefjum nýja önn með glæsilegum opnunarviðburði fimmtudaginn 19. janúar í Háteig á 4. hæð Hótel Reykjavík Grand. Húsið opnar kl. 19:30 og hefst viðburðurinn kl. 20:00. Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á starfi félagsins en við biðjum áhugasama vinsamlegast að sig hér.

Viðburðurinn ber yfirheitið Hæfni til framtíðar og er markmið viðburðarins að veita félagskonum og öðrum gestum innsýn inn í breyttan vinnumarkað og hvaða skoðanir stjórnendur úr mismunandi geirum hafa á hæfni þegar horft er til framtíðar.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra mun opna viðburðinn með hugvekju.

Í framhaldi munum við fá ólíka aðila til okkar með erindi um hvaða hæfni þau telja skipta mestu máli til framtíðar. Hrund Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, Magnús Árnason, fráfarandi framkvæmdastjóri stafrænnar þróunnar og markaðsmála hjá Nova, fyrrum alþjóða vörumerkjastjóri hjá Latabæ og vörustjóri hjá OZ og Safa Jemai, framkvæmdastjóri og stofnandi Víkonnekt.

Að því loknu taka þau öll þátt í pallborðsumræðum þar sem félagskonur og gestir fá tækifæri til að spyrja þau spurninga.

Dagskrá vorsins 2023 verður einnig kynnt en hún er þéttskipuð af fjölbreyttum viðburðum sem hafa það markmið að efla, hvetja og fræða félagskonur.

Þökkum Hótel Reykjavík Grand fyrir að styrkja viðburðinn.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn UAK