Viðburður fer fram: 07/09/2023
Klukkan: 7:30 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Gróska Hugmyndahús, Bjargargötu 1
UAK snýr aftur eftir sumarfrí og byrjar nýtt starfsár með pompi og prakt í Grósku, fimmtudaginn 7. september. Vekjum athygli á að viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á starfi félagsins.
Húsið opnar kl. 19:30 og hefst dagskrá stundvíslega kl. 20.00.
Dagskrá kvöldsins:
20:00 Kynning á nýju starfsári UAK
María Guðjónsdóttir, formaður
20:15 Hvað ef einhver sér mig?
Hugvekja með Evu Mattadóttur, þáttastjórnanda í hlaðvarpinu Normið og athafnakona
20:30 Hugrekki til að hafa áhrif
Trúnó með Höllu Tómasdóttur, Forstjóra B Team
21:10 Léttar veitingar og tengslamyndun
22:00 Viðburði lýkur
Eva Mattadóttir er ein af stjórnendum hlaðvarpsins Normið sem hefur verið vinsælt hér á landi í þónokkur ár. Hún er athafnakona, þjálfari, barnabókahöfundur og eigandi vefverslunarinnar boheme.is. Eva lætur fátt stoppa sig og hikar ekki við að tala um málefni sem skipta hana máli.
Halla Tómasdóttir er forstjóri B Team sem starfar á heimsvísu að því markmiði að leiða umbreytingu í viðskipta- og stjórnunarháttum í átt til betra samfélags. Þá hefur Halla unnið hjá stórfyrirtækjum á borð við Pepsi og M&M/Mars, tekið virkan þátt í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og leitt verkefnið Auður í krafti kvenna. Halla var annar stofnenda Auðar Capital, einn stofnenda Mauraþúfunnar sem hélt Þjóðfund árið 2009 og árið 2016 bauð hún sig fram til forseta Íslands. Hún er rekstrarhagfræðingur, frumkvöðull og alþjóðlegur fyrirlesari sem trúir að hugrekkið sé til alls fyrst.
Aðgangur er ókeypis og hleypt inn á meðan húsrúm leyfir.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Stjórn UAK