Opnunarviðburður UAK 2018

In by Helena Rós Sturludóttir

Viðburður fer fram: 18/01/2018
Klukkan: 8:00 e.h. - 9:30 e.h.
Hvar: Vonarsalur SÁÁ, Efstaleiti 7


Opnunarviðburður UAK 2018 verður haldinn fimmtudagskvöldið þann 18. janúar í Vonarsal í húsnæði SÁÁ. Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á og opnar húsið kl 19.30 og hefst fyrirlesturinn kl 20.00. Takmarkaður sætafjöldi svo endilega mætið tímanlega.

Gestir kvöldsins eru svo sannarlega ekki af verri endanum en við höfum fengið þær Þóru Hrund Guðbrandsdóttir, viðskipta- og markaðsfræðing og
Erlu Björnsdóttir, sálfræðing og dr. í líf- og læknavísindum, eigendur MUNUM dagbókarinnar með okkur til liðs. Þær ætla að fjalla um markmiðasetningu, tímastjórnun og jákvæða sálfræði.

Vilt þú ná hámarks árangri árið 2018?
Fyrirlesturinn fjallar um mikilvægi markmiðasetningar og hvernig megi hámarka líkur á árangri, tímastjórnun og jákvæða sálfræði. Farið verður markvisst í gegnum þau skref sem liggja að baki farsællar markmiðasetningar og farið yfir leiðir til þess að hámarka tímastjórnun og tileinka sér jákvæða hugsun á einfaldan hátt. Markmiðið með fyrirlestrinum er að vekja athygli á mikilvægi þess að hafa framtíðarsýn og setja sér markmið, bæði persónuleg og vinnutengd og stefnan er að senda alla heim með bros á vör og innblástur inn í nýja árið.

Allar upplýsingar um viðburðinn og meldingu er að finna hér.

Hlökkum til að sjá sem flesta!