Viðburður fer fram: 16/01/2020
Klukkan: 12:00 f.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Kex Hostel (Gym og Tonic), Skúlagata 32
Ungar athafnakonur hefja nýja árið af krafti fimmtudagskvöldið 16. janúar n.k. á Kex Hostel (Gym & tonic) kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30.
Á viðburðinum fáum við góða gesti og veltum því m.a. upp hvað hefur áhrif á ákvarðanir kynjanna þegar kemur að námi og starfi. Hvernig velja kynin nám? Af hverju eru kvennastéttir til staðar? Hvers vegna hallar á konur í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum? Hvaða áhrif hafa staðalímyndir á atvinnulíf?
Panel gestir verða:
• Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala.
• Eyrún Jónsdóttir, markaðsstjóri CCP.
• Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar.
• Steinunn Gestsdóttir, prófessor í sálfræði og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við Háskóla Íslands.
Viðburðurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa, en ekki er skilyrði að vera skráð/ur í félagið. Viðburðurinn er gestum að kostnaðarlausu.
Þar sem um opinn viðburð er að ræða er nóg að melda sig á viðburðinn hér á þessum Facebook viðburði