Viðburður fer fram: 09/09/2021
Klukkan: 8:00 e.h. - 9:30 e.h.
Hvar: Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargata 11
Við hefjum nýtt starfsár af krafti en opnunarviðburður UAK fer fram fimmtudagskvöldið 9. september í Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Húsið opnar kl. 19:30 og hefst viðburðurinn kl. 20:00.
Stefanía Halldórsdóttir flytur hugvekju en hún er framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar. Hún hefur einnig gegnt stöðu framkvæmdastjóri CCP á Íslandi, stýrt þróunarteymi CCP í Kína og verið framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Þá mun fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran ræða við Höllu Hrund Logadóttur. Halla Hrund er orkumálastjóri og starfaði áður sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard háskóla sem beinir sjónum m.a. að áhrifum loftslagsmála, og kennir hún jafnframt á meistarastigi við sömu stofnun. Hún er einnig meðstofnandi alþjóðasamtakanna Project Girls4Girls sem starfar í yfir 20 löndum og miðar að því að efla ungar konur.
Dagskrá UAK fyrir veturinn 2021 verður kynnt á viðburðinum en helstu markmið félagsins er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Viðburðurinn er opinn öllum en vegna COVID er mikilvægt að skrá sig á viðburðinn hér.
Við erum afar spenntar fyrir starfsárinu og hlökkum til að sjá ykkur öll!