Opnunarviðburður vor 2024 – Forysta í breyttum heimi

In by Maria Kristin Guðjónsdóttir

Viðburður fer fram: 24/01/2024
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Gróska hugmyndahús, Bjargargata 1


*Athugið að breytingar hafa verið gerðar á dagskrá sökum forfalla.
UAK snúa aftur eftir jólafrí og byrja nýja önn með pompi og prakt í
Grósku, miðvikudaginn 24. janúar. Vekjum athygli á að viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á starfi félagsins.

Húsið opnar kl. 19:30 og hefst dagskrá stundvíslega kl. 20.00 og lýkur viðburði kl. 22.00.

Dagskrá kvöldsins:
Kynning á nýrri vorönn UAK
María Guðjónsdóttir, formaður UAK
Hugvekja
Rebekka Rún Jóhannesdóttir, yfirverkefnastjóri í Fjármálaráðgjöf Deloitte & ISO gæðavottaður Dale Carnegie þjálfari
Forysta í breyttum heimi
Trúnó með Álfheiði Ágústsdóttur, forstjóra Elkem Ísland og Berglindi Ásgeirsdóttur, fyrrum sendiherra.
*Stýrt af Rebekku Rún Jóhannesdóttur

Léttar veitingar og tengslamyndun að lokinni dagskrá

Rebekka Rún Jóhannesdóttir
Rebekka er 29 ára Garðbæingur og sveigjanlegur verkfræðingur. Titluð Senior Manager eða Yfirverkefnastjóri í Fjármálaráðgjöf Deloitte, þar sem hún vinnur einna helst í verkefnastjórnun, stefnumótun og rekstrarumbótum. Rebekka byrjaði hjá EY 2017 og varð starfsmaður Deloitte í desember 2023 í kjölfar samruna EY og Deloitte á Íslandi. Hún er einnig ISO gæðavottaður Dale Carnegie þjálfari og hefur þjálfað síðan 2019. Rebekka hefur unnið tvenn verðlaun á heimsvísu frá Dale Carnegie. Hún lærði rekstrarverkfræði í bæði BSc og MSc í HR.

Álfheiður Ágústsdóttir
Álfheiður Ágústsdóttir er fædd árið 1981. Álfheiður er forstjóri Elkem Ísland og situr í stjórn Kaldalóns og Elkem Rana. Álfheiður útskrifaðist úr meistaranámi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2020.

Berglind Ásgeirsdóttir
Berglind á að baki 35 ára stjórnunarferil sem ráðuneytisstjóri í tveimur ráðuneytum, varaforstjóri efnahags- og framfararstofnunarinnar (OECD) og framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Síðustu ár var hún sendiherra í Frakklandi og Rússlandi, en sinnir nú ráðgjafarstörfum. Hún hefur unnið á árangursríkan hátt með félagasamtökum, sveitarstjórnum og ríkisstjórnum að því að byggja samstöðu og hámarka árangur.

 

Aðgangur er ókeypis og hleypt inn á meðan húsrúm leyfir.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

 

 

er styrktaraðili opnunarviðburðar UAK vorið 2024