Örfyrirlestrakvöld: Notaðu röddina þína

In by gudrunvaldis

Viðburður fer fram: 02/11/2021
Klukkan: 6:00 e.h. - 8:00 e.h.
Hvar: Höfuðstöðvar KPMG, Borgartún 27


Þriðjudaginn 2. nóvember munum við standa að örfyrirlestraviðburði undir yfirskriftinni ,,Notaðu röddina þína”. Við tökum vel á móti ykkur hjá KPMG í Borgartúni 27 þar sem húsið mun opna 17:30 og hefst viðburðurinn 18:00.

Með viðburðinum er ætlað að kynna fyrir félagskonum hinar ýmsu leiðir að því að nota eigin rödd, láta í sér heyra og koma sjálfri sér á framfæri. Að viðburðinum kemur fjölbreyttur hópur kvenna sem eiga það sameiginlegt að vera áberandi á sínu sviði. Dagskrána skipa þær Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Eva Mattadóttir, hlaðvarpsstjórnandi Normsins og Dale Carnegie þjálfari, og María Rut Kristinsdóttir, baráttukona og hlaðvarpsstjórnandi Raunveruleikans.

Gert verður hlé á fyrirlestrum fyrir veitingar og tengslamyndun en vonum við að sem flestar sjái sér fært að mæta og njóta kvöldsins með okkur.

Skráning

Skráning er lokuð.