Fyrirtækjaheimsókn í Össur

In by Dagný EngilbertsdóttirLeave a Comment

Viðburður fer fram: 01/12/2016
Klukkan: 5:30 e.h. - 7:30 e.h.
Hvar: Össur, Grjóthálsi 5


Fimmtudaginn 1. desember næstkomandi kl. 17:30 er Ungum athafnakonum boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Össurar að Grjóthálsi 5 í Reykjavík.

Gengið verður með okkur um fyrirtækið og starfsemin kynnt fyrir hópnum meðan við gæðum okkur á Lemon samlokum og djús. Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér fyrir neðan.

Össur var stofnað árið 1971 á Íslandi og er í dag alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks. Össur er leiðandi afl á heimsvísu og hjá fyrirtækinu starfa um 2300 manns í 18 löndum og 5 heimsálfum. Össur er eitt þeirra fyrirtækja sem skráð er í Kauphöll Íslands en einnig er það skráð skráð á markað í Danmörku. Það verður því af mörgu að taka og áhugavert að fá að kynnast fyrirtækinu betur. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Össurar www.ossur.is.

Skráning

Skráning er lokuð.

Leave a Comment