Viðburður fer fram: 05/10/2017
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Arion Banki, Borgartún 19
Hvað er samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og hvernig kemur slík ábyrgð jafnréttismálum í atvinnulífinu við? Hafa fyrirtæki yfirlýsta stefnu um samfélagslega ábyrgð og hvernig fylgja þau henni eftir?
Þessum og mörgum fleiri spurningum ætla Ungar athafnakonur að reyna að fá svör við með opnum fundi þann 5. október nk. í fyrirlestrasal Arion banka klukkan 20:00.
Við höfum fengið til liðs við okkur fjölbreyttan hóp gesta sem öll eiga það sameiginlegt að hafa þekkingu á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, þó frá ólíkum hliðum málsins.
Viðmælendur verða:
Fanney Karlsdóttir, stjórnarformaður Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja
Halla Tómasdóttir, fyrirlesari og ráðgjafi á alþjóðavettvangi
Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins
Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga og við tökum sérstaklega vel á móti karlkyns gestum. Jafnréttismál er ekki einhliða samtal kvenna og við viljum gjarnan fá karla meira með í umræðuna. Þar sem um opinn viðburð er að ræða er nóg að melda sig við viðburðinn á facebook. Athugið! Það er gott aðgengi fyrir einstaklinga sem eiga erfitt með gang og fyrir einstaklinga í hjólastól.