Vísindaferð hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi

In by Dagný Engilbertsdóttir

Viðburður fer fram: 14/12/2016
Klukkan: 5:30 e.h. - 8:00 e.h.
Hvar: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35


Þá er komið að síðasta viðburði ársins 2016. Við ætlum að kveðja árið með pompi og prakt í vísindaferð hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi miðvikudaginn 14. desember kl. 17:30.

Þær Heiðrún Lind Marteinsdóttir, nýr framkvæmdastjóri SFS, og Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri, munu segja okkur frá starfsemi SFS og þeim áskorunum sem sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir í dag. Fulltrúi úr íslensku sjávarútvegsfyrirtæki verður auk þess með erindi og við fáum kynningu á heilsudrykknum Öldu sem hannaður var af íslenska sjávarklasanum og inniheldur kollagen (nánari upplýsingar hér: http://www.visirhf.is/is/um-visi/frettir/honnun-a-heilsudrykknum-oldu-vekur-athygli).

Sjávarútvegurinn er ein stærsta og mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga og hefur hún tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Ýmis tækifæri eru í greininni t.d. í sambandi við nýsköpun, tækni og viðskipti auk þess sem enn hallar á hlut kvenna í greininni. Þetta er því tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara!

SFS mun bjóða okkur að þiggja léttar veitingar bæði í föstu og fljótandi formi en að heimsókninni lokinni væri gaman að fá sem flesta með okkur á Kex hostel þar sem við verðum með frátekið svæði. Þetta verður stórskemmtilegur viðburður og skráning er hafin!


Til upplýsinga: Athugið að einnig er hægt að afskrá sig á viðburði á sama hátt og maður skráir sig á viðburð. Okkur þætti vænt um að fleiri myndu nýta sér þennan möguleika ef þörf er á til að skráningin hér á síðunni verði sem réttust.

Skráning

Skráning er lokuð.