Viðburður fer fram: 17/02/2020
Klukkan: 5:30 e.h. - 7:30 e.h.
Hvar: Sjóvá, Kringlan 5
Sjóvá býður okkur í fyrirtækjaheimsókn mánudaginn 17. febrúar næstkomandi. Húsið opnar 17:00 og dagskrá hefst 17:30. Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafasviðs tekur á móti okkur ásamt þeim Sigurjóni Andréssyni, forstöðumanni markaðsmála- og forvarna og Heiði Huld Hreiðarsdóttur, viðskiptastjóra á fyrirtækjasviði.
Fyrirtækið er aðalstyrktaraðili UAK dagins í ár og er heimsóknin þvi tilvalin upphitun fyrir ráðstefnuna. Sjóvá hafa lengi látið sig jafnrétti varða en fyrirtækið varð nýlega fyrsta íslenska skráða félagið til þess að ná einkunninni 10 á kynjakvarðanum GEMMAQ. Stjórn Sjóvá samanstendur nú af 60% konum og er stjórnarformaður félagsins kona. Þá er jafnt hlutfall kvenna og karla í framkvæmdastjórn félagsins. Í heimsókninni munu stjórnendur m.a. deila með félagskonum hvernig vegferð þeirra hefur verið til þess að komast á þann stað sem þau eru í dag.
Opnað hefur verið fyrir skráningu á viðburðinn en takmarkaður fjöldi sæta er í boði svo við mælum með að félagskonur skrái sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.
Skráning
Skráning er lokuð.