Viðburður fer fram: 02/05/2019
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Norræna húsið, Sæmundargata 11
Fimmtudagskvöldið 2. maí mun UAK standa fyrir viðburði sem ber yfirskriftina Staða kvenna í pólitík. Viðburðurinn verður haldinn í Norræna húsinu kl 20.00 en húsið opnar kl 19.30. Við höfum fengið 5 flottar stjórnmálakonur til liðs við okkur en það eru þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Eins og gestirnir endurspegla þá er viðburðurinn þverpólitískur – við ætlum að ræða það hvernig það er að vera kona í pólitík, en sleppa allri umræðu um flokka og pólitíkina sjálfa. Hver gestur mun vera með stutt erindi og að þeim loknum munum við opna fyrir sameiginlegan umræðuvettvang.
Markmið okkar er að hafa viðburðinn leynilegan – þetta á að vera öruggur vettvangur fyrir gesti okkar og félagskonur til að tjá sig. Við biðjum gesti að virða það.
Skráning er hafin hér að neðan, við hlökkum til að sjá ykkur!
Skráning
Skráning er lokuð.