Stafræn vinnustofa: Komdu þér á framfæri

In by Andrea Gunnarsdóttir

Viðburður fer fram: 04/11/2020
Klukkan: 8:00 e.h. - 9:30 e.h.
Hvar: ,


Miðvikudaginn 4. nóvember næstkomandi stendur UAK fyrir tengslamyndun í formi stafrænnar vinnustofu þar sem við lærum að móta eigin lyfturæður. Við höfum fengið til liðs við okkur Eddu Konráðsdóttur en hún er reyndur verkefnastjóri, sérfræðingur í viðskiptaþróun og ráðgjafi sprotafyrirtækja. Edda brennur fyrir nýsköpun og rekur hún sitt eigið ráðgjafafyrirtæki með áherslu á viðskiptaþróun fyrir frumkvöðla og listamenn.

Lyfturæður snúast um þig, hvað þú gerir og hvað þú vilt gera. Heitið vísar til þess þegar þú hittir einhvern í lyftu þar sem tíminn milli hæða er sá stutti tími sem gefst til að kynna þig og hugmyndir þínar. Góðar lyfturæður geta hjálpað þér að koma þér á framfæri á sannfærandi hátt, sama hvort markmiðið er að efla tengslanetið eða selja hugmyndina þína. Við mælum með  að undirbúa 30 sekúnda lyfturæðu fyrir viðburðinn sem þú getur svo mótað með okkur á vinnustofunni. 

Viðburðurinn fer fram á Zoom og hefst kl. 20:00. Hlekkur verður sendur á allar þær félagskonur sem skrá sig á viðburðinn. 

Hlökkum til að “sjá” ykkur!

 

Skráning

Skráning er lokuð.