Starfsþróun: Næstu skref á ferlinum

In by Andrea Gunnarsdóttir

Viðburður fer fram: 29/09/2021
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:30 e.h.
Hvar: Kex Hostel (Gym og Tonic), Skúlagata 32


Miðvikudaginn 29. september stendur UAK fyrir fyrsta tengslakvöldi starfsársins en við tökum á móti ykkur í Gym&Tonic salnum á Kex Hostel. Viðburðurinn hefst kl 20:00, en húsið opnar 19:30.

Tengslakvöldið ber heitið Starfsþróun: Næstu skref á ferlinum og við munum fá til okkar nokkrar frambærilegar konur sem hafa tekið virkan þátt í félaginu. Þær Rebekka Gísladóttir, þróunarstjóri á mannauðssviði hjá Courtyard Hotel Keflavík, Karen Ósk Gylfadóttir, sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðsmála hjá Lyfju og Anna Berglind Jónsdóttir, hugbúnaðarsérfræðingur hjá Lucinity, verða með örstutt erindi hver um sig. Að þeim loknum munum við opna á umræður um starfsþróun; tækifærin og hindranirnar sem eru á veginum þegar kemur að því að taka næstu skref á ferlinum. Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri UAK, mun stýra umræðunum, en þær verða á samtalsformi og ætlum við að notast við fiskabúrs (e. fishbowl) aðferð.

Hefðbundið fiskabúr notast við röð af 4 stólum og þá skipa þær sem vilja taka þátt í umræðunum. Einn stóll í fiskabúrinu skal alltaf vera tómur svo hver sem er geti farið og tekið þátt í umræðunum. Ef einhver sest í tóma stólinn skal ein standa upp. Þetta fyrirkomulag gefur félagskonum tækifæri til að taka sjálfar þátt í umræðunum og deila sinni reynslu. 

Í lok kvöldsins munum við svo nýta tímann í tengslamyndun og njóta þess að kynnast hverri annarri betur. 

Skráning

Skráning er lokuð.