Tengslakvöld: Taktu stökkið

In by gudrunvaldis

Viðburður fer fram: 06/04/2022
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Bryggjan brugghús, Grandagarður 8


Miðvikudaginn 6.apríl stendur UAK fyrir tengslakvöldi með yfirskriftinni Taktu stökkið.

Markmið þessa tengslakvölds verður að læra af reynslu félagskvenna af því að taka stökkið og fylgja innsæinu. Við hlökkum til að heyra frásagnir um að framkvæma hluti sem krefjast hugrekkis. Við munum fá til okkar nokkrar frambærilegar konur sem hafa tekið virkan þátt í félaginu. Þær Gamithra Marga, Rakel Tómasdóttir og Unnur Ársælsdóttir verða með örstutt erindi hver um sig. Að þeim loknum munum við opna á umræður og að fá að heyra frá öðrum félagskonum um þeirra eigin reynslu af því að taka stökkið.

Guðrún Valdís Jónsdóttir, fjármálastjóri UAK, mun stýra umræðunum, en þær verða á samtalsformi og ætlum við að notast við fiskabúrsaðferð (e. fishbowl). Hefðbundið fiskabúr notast við röð af 4 stólum og þá skipa þær sem vilja taka þátt í umræðunum. Einn stóll í fiskabúrinu skal alltaf vera tómur svo hver sem er geti farið og tekið þátt í umræðunum. Þetta fyrirkomulag gefur félagskonum tækifæri til að taka þátt í umræðunum og deila sinni reynslu.

Í lok kvöldsins munum við svo nýta tímann í tengslamyndun og njóta þess að kynnast hverri annarri betur.

Viðburðurinn hefst kl. 20:00, en húsið opnar 19:30. Staðsetning verður auglýst á allra næstu dögum.

Skráning

Skráning er lokuð.