Tengslakvöld

In by Auður Albertsdóttir

Viðburður fer fram: 21/09/2018
Klukkan: 8:00 e.h. - 11:30 e.h.
Hvar: Hallveigarstaðir, Túngata 14


Nú er komið að árlegu tengslakvöldi UAK! Skráning á viðburðinn, sem og nýskráning, fer fram hér á heimasíðunni.

Þessi viðburður er eingöngu opinn fyrir félagskonur UAK. Við minnum á að félagskonur síðan í fyrra þurfa að nýskrá sig.

Markmið kvöldsins er að félagskonur kynnist betur innbyrðis og skemmti sér. Leikkonan og uppistandarinn Saga Garðarsdóttir mun koma til okkar og opna kvöldið eins og henni einni er lagið. Einnig verður PubQuiz og aðrir leikir, pizzur, bjór og aðrir frískandi drykkir.

Hlökkum til að sjá sem flestar!

Skráning

Skráning er lokuð.