Tengslakvöld

In by asbjorge

Viðburður fer fram: 01/02/2019
Klukkan: 8:00 e.h. - 11:00 e.h.
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2


Kæru félagskonur,

Nú fer að líða að öðrum viðburði annarinnar hjá UAK. Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að halda tengslakvöld föstudaginn 1. febrúar.

Athugið að viðburðurinn er eingöngu opinn fyrir félagskonur UAK. Hægt er að nýskrá sig í félagið hér á síðunni en þær sem skráðu sig ekki fyrir áramót greiða aðeins hálft árgjald, eða 3.000 kr., fyrir vorönn.

Markmið tengslakvölda UAK er að félagskonur styrki innbyrgðis tengslanet sitt og skemmti sér saman. Tobba Marinós mun kíkja í heimsókn og spjalla við okkur um hindranir sem við verðum fyrir á uppleið, en erindið ber heitið “Konur sem stúta gleðinni”. Þar að auki verða bæði fljótandi og fastar veigar í boði, blásið verður til nafnakeppni fyrir UAK kokteilinn sem boðið verður upp á í kokteilboði UAK dagsins, dagskrá UAK dagsins verður afhjúpuð og við munum kynnast hvor annarri betur með frumlegum tækniaðferðum.

Skráning er hafin hér að neðan. Hlökkum til að sjá sem flestar!

Skráning

Skráning er lokuð.