Tengslakvöld

In by Björgheiður Margrét Helgadóttir

Viðburður fer fram: 20/09/2019
Klukkan: 8:00 e.h. - 11:30 e.h.
Hvar: Hallveigarstaðir, Túngata 14


ATH skráning á þennan viðburð lokar fimmtudaginn 19. september kl 12:00.

Þann 20. september næstkomandi verður tengslakvöld UAK haldið! Viðburðurinn hefst kl 20:00, en húsið opnar 19:30. Skráning á viðburðinn, sem og nýskráning, fer fram hér á heimasíðunni.

Þessi viðburður er eingöngu opinn fyrir félagskonur UAK. Við minnum á að félagskonur síðan í fyrra þurfa að nýskrá sig.

Markmið kvöldsins er að félagskonur kynnist betur innbyrðis og að sjálfsögðu að hafa gaman í leiðinni.
Við fáum til okkar Sölku Gullbrá, uppistandara, podcaststjörnu og meistara. Hún mun kitla hláturtaugarnar og setja tóninn fyrir stuði kvöldsins.
Við höfum svo fengið með okkur í lið nokkrar frábærar konur sem ætla að stjórna umræðuborðum um hin ýmsu málefni sem eru félagskonum okkar hugleikin.
Hver félagskona getur farið á 4 borð og mun hver umferð standa í um 15 mínútur.
Umræðuefni borðanna eru eftirfarandi:

Launaviðtöl Bylgja Björk Pálsdóttir
Bylgja er mannauðsráðgjafi hjá Icelandair, og starfar m.a. í ráðningum, fræðslu og ráðgjöf til stjórnenda. Hún vann áður sem sérfræðingur í ráðningum og ráðgjafi hjá Intellecta, ráðningaskrifstofu og ráðgjafafyrirtæki. Bylgja er með B.Sc. í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í vinnusálfræði frá Erasmus University í Rotterdam.
Frá hugmynd í framkvæmd Svava Björk Ólafsdóttir
Svava er ráðgjafi. Hún er með MPM gráðu í verkefnastjórnun og hefur undanfarin 5 ár starfað hjá Icelandic Startups við ráðgjöf, þjálfun, fræðslu og stýringu verkefna og viðburða.
Að sækja um starf Gyða Kristjánsdóttir
Gyða hefur starfað sem ráðgjafi hjá Hagvangi frá árinu 2017. Hún hefur víðtæka reynslu af ráðningum og þekkir vel hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um starf.
Starfsþróun Elísabet Erlendsdóttir
Elísabet er vörustjóri hjá Advania, er með B.Sc. í rekstrarverkfræði frá HR 2017. Eftir útskrift var hún verslunarstjóri hjá NTC áður en hún hóf störf hjá Advania á sviði Viðskiptalausna. Innan tveggja ára var hún komin í starf vörustjóra á sviði Rekstrarlausna ásamt því að stýra umfangsmesta vöru- og þjónustuþróunarverkefni innan RL. Elísabet hefur alltaf verið virk í alls konar félagsstörfum; var formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, stjórnarkona UAK og er nú formaður Starfsmannafélags Advania.
Framkoma Guðrún Sóley Gestsdóttir
Guðrún Sóley þekkir vel kosti góðrar framkomu en hún hefur starfað bæði í útvarpi og sjónvarpi. Hún er höfundur bókarinnar Grænkerakrásir og dagskrágerðakona hjá RÚV.
Nám erlendis Sigríður Steinunn Jónsdóttir
Sigríður Steinunn er framkvæmdastjóri Ísey skyr bar ehf. Eftir útskrift úr B.Sc. í Rekstrarverkfræði frá HR 2014, hélt hún til Kaupmannahafnar og kláraði M.Sc. í Engineering management frá DTU árið 2016. Eftir útskrift starfaði hún í borginni, og flutti svo heim til Íslands haustið 2018.
Starfsframi og fjölskyldulíf Auður Albertsdóttir
Auður eignaðist strákinn sinn fyrir rúmum sex árum þegar hún var á fullu í háskólanámi og var komin út á vinnumarkaðinn þegar hann var 9 mánaða. Auður hefur síðan þá hlotið mikla reynslu af því að finna jafnvægi milli starfsframa og fjölskyldulífs. Hún starfaði áður sem blaðamaður á mbl.is og er nú ráðgjafi hjá Aton.JL.
Tengslanet Kristjana Björk Barðdal
Kristjana er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands ásamt því að leggja stund á tölvunarfræði. Kristjana hefur mikla reynslu af félagastörfum innan og utan háskólasamfélagsins er hún sat m.a í stjórn Ungmennaráðs UN Women og Stúdentaráði Háskóla Íslands. Ásamt því hefur hún unnið að verkefnum tengdum jafnrétti og nýsköpun. Kristjana er ein af stofnendum Ada, hagsmunafélags kvenna í upplýsingatækni við HÍ en gegnir þar stöðu varaforseta ásamt því að vera varaformaður VERTOnet, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni. Í dag starfar Kristjana sem framkvæmdastjóri Reboot Hack ásamt því að vera hakkaþonráðgjafi.

Boðið verður upp á pizzur og drykki, áfenga sem og óáfenga.

Hlökkum til að sjá sem flestar!
Hvetjum ykkur til að mæta, hvort sem þið eruð einar eða hluti af hóp

Skráning

Skráning er lokuð.