Viðburður fer fram: 20/10/2022
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: SKÝ bar, Ingólfsstræti 1
Fimmtudaginn 20. október ætlum við að hittast á SKÝ BAR, á 8. hæð Center Hotels Arnarhvoll, Ingólfsstræti 1, 101 RVK. kl. 20 og styrkja tengslanetið okkar. Húsið opnar kl. 19:30, léttar veitingar verða á staðnum, sem og drykkjarföng í boði ráðgjafafyrirtækisins Góð samskipti.
Anna Þóra Björnsdóttir uppistandari mun opna kvöldið með okkur. Anna Þóra var hluti af kvenna uppistandshópnum Bara góðar. Þær slógu í gegn þar sem þær voru með fjölbreyttar og heiðarlegar frásagnir um hvernig er að lifa og hrærast í íslensku nútímasamfélagi. Anna Þóra veitt fátt skemmtilegra en að hlægja sjálf og segir að uppistand sé hennar áhugamál, þegar aðrir fara út að hlaupa fer hún upp á svið og segir brandara.
Þar á eftir mun Unnur Ársælsdóttir markaðsfulltrúi hjá Smitten leiða okkur í gegnum Speed networking þar sem við fáum tækifæri til þess að kynnast öðrum félagskonum og deila með hvor annarri reynslu úr lífi og starfi.
Mikilvægt er að skrá sig á viðburðinn, takmarkaður fjöldi kemst að.
Við vonumst til þess að sjá þig þar!
Skráning
Viðburðurinn er fullbókaður