Viðburður fer fram: 18/03/2021
Klukkan: 7:30 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Hallveigarstaðir, Túngata 14
Tengslakvöld UAK verður haldið fimmtudaginn 18. mars á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Viðburðurinn hefst kl 20:00 en húsið opnar 19:30. Á viðburðinum ætlum við að leggja áherslu á að félagskonur styrki innbyrðis tengslanet sitt, smakki góðan bjór og skemmti sér saman.
Lady Brewery verður með bjórsmökkun þar sem þær segja okkur frá sögu kvenna í bruggun. Lady Brewery er kvenrekið farand kraft brugghús sem var stofnað 2017. Þau koma úr hönnunar, myndlistar og matargeiranum og nálgast bjórgerð út frá þeirra þeirra bakgrunni – sem upplifun, sem hönnunarvöru – með einstaka fagurfræði og eðal hráefnum.
Kathryn Gunnarsson mun flytja erindi og segja okkur frá sinni upplifun á að byggja upp öflugt tengslanet. Einnig mun hún deila sinni reynslu á því að vera kona af erlendum uppruna á Íslandi í atvinnuleit og afhverju hún stofnaði ráðningafyrirtækið Geko.
Kathryn flutti til Íslands árið 2016 en hún hefur yfir 20 ára reynslu í alþjóðlegri stjórnun, mannauðsstjórnun og ráðningarreynslu, eftir að hafa unnið með hæfileikaríku fólki úr öllum geirum og sviðum þjóðfélagsins. Hennar grunnáhersla er að skapa fjölbreytilegt og vinalegt umhverfi, og að búa til vettvang þar sem fólk getur verið opið og heiðarlegt með markmið sín í starfi.
Skráningin fer fram hér fyrir neðan, og er opin til hádegis 17. mars en mikilvægt er að afskrá sig fyrir þann tíma.
Hlökkum til að hitta ykkur!
Skráning
Skráning er lokuð.