Viðburður fer fram: 27/09/2023
Klukkan: 7:30 e.h. - 10:30 e.h.
Hvar: Sykursalur Grósku, Bjargargata 1
Nú er komið að fyrsta tengslakvöldi starfsársins. Tengslakvöldin hafa heppnaðist einstaklega vel og ætlum við að endurtaka leikinn miðvikudaginn, 27. september í Sykursalnum í Grósku. Húsið opnar kl. 19:30 og viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 20:00.
Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy, mun hefja viðburðinn og spjalla við okkur um sína vegferð og gefa okkur góð ráð. Í kjölfarið mun Björgvin Guðmundsson, eigandi, stjórnarformaður og ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf, kynna okkur fyrir starfsemi KOM ráðgjöf og ræða við félagskonur um hvers virði tengslanetið okkar er.
Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy
Þórhildur er fyrrum fréttakona á Stöð 2 og RÚV og dagskrárgerðarkona. Þórhildur er einn af hlaðvarpsstjórnendum hlaðvarpsins Eftirmál, ef hefur notið mikill vinsælda. Þórhildur tók nýverið við sem framkvæmdastjóri Brú Strategy en fyrir það starfað hún sem kynningarstjóri BHM.
Björgvin Guðmundsson, eigandi og framkvæmdastjóri KOM
Björgvin Guðmundsson er einn eigenda og framkvæmdastjóri hjá KOM ráðgjafar. Hann hefur einnig unnið í teymi Fractal 5 að vöruþróun sem miðar að því að nýta tækni til að viðhalda og efla tengslanet einstaklinga. Áður en Björgvin gekk til liðs við KOM var hann ritstjóri Viðskiptablaðsins. Á 15 ára ferli hans í fjölmiðlum sinnti hann fjölbreyttum störfum, m.a. sem viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, fréttastjóri Fréttablaðsins, ritstjóri Markaðarins og DV.
Við þökkum KOM kærlega fyrir að styrkja viðburðinn.
Takmörkuð pláss eru í boði og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Hlökkum til að sjá ykkur!