Viðburður fer fram: 16/02/2023
Klukkan: 7:30 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Sykursalur Grósku, Bjargargata 1
Tengslakvöld síðustu annar heppnaðist frábærlega vel og ætlum við að endurtaka leikinn fimmtudaginn, 16. febrúar í Sykursalnum í Grósku. Húsið opnar kl. 19:30 og viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 20:00.
Anna Fríða Gísladóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá PLAY, mun opna viðburðinn og spjalla við okkur um sína vegferð og mikilvægi tengslanets. Einnig mun Guðrún Ansnes, framkvæmdastjóri KOM, mun kynna okkur fyrir fyrirtækinu og segja frá sinni sögu. Því næst gefst okkur tækifæri til þess að kynnast öðrum félagskonum í gegnum speed networking og efla okkar eigið tengslanet auk þess að eiga góða kvöldstund saman.
Anna Fríða útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptafræði árið 2013 og hóf störf sem markaðsstjóri Domino’s sama ár. Þar sat hún í framkvæmdarstjórn og sinnti einnig um stund markaðsmálum Joe and the Juice. Áður en hún tók við sem forstöðumaður markaðsmála hjá PLAY starfaði hún sem brand- og campaign manager hjá BIOEFFECT. Þar að auki sat hún í tvö ár í stjórn ÍMARK, félagi markaðsfólks á Íslandi ásamt því að hafa sinnt ráðgjafastörfum.
Guðrún Ansens, Framkvæmdastjóri KOM
Við þökkum KOM kærlega fyrir að styrkja viðburðinn.
Takmörkuð pláss eru í boði og því mikilvægt að skrá sem fyrst.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Skráning
Skráning er lokuð.