Tengslakvöld

In by annaberglind

Viðburður fer fram: 22/09/2017
Klukkan: 8:00 e.h. - 11:00 e.h.
Hvar: Hallveigarstaðir, Túngata 14


Þann 22. september n.k. er komið að næsta viðburði UAK. Viðburðurinn hefst kl 20:00 og verður haldinn á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Skráning á viðburðinn, sem og nýskráning, fer fram hér á heimasíðunni.
Þessi viðburður er eingöngu opinn fyrir félagskonur UAK.

Uppbygging kvöldsins verður með óhefðbundnu sniði að þessu sinni þar sem markmið fundarins er að félagskonur kynnist betur innbyrðis. Við höfum fengið frábæran gest til liðs við okkur en hún Margrét Erla Maack mætir til okkar og kitlar hláturtaugarnar ásamt því að fjalla um markaðssetningu og mikilvægi tengslamyndunar.

Einnig munum við fá til okkar flottar ungar athafnakonur sem munu stýra hinum ýmsu umræðum sem hafa verið hvað helst í deiglunni. Þar munu allar fá að segja frá sinni upplifun, hlusta á aðrar sögur og skoðanir.

Á fundinum verður boðið upp á pizzur og drykki, bæði áfenga og óáfenga.

Mikilvægt er að hrista hópinn saman fyrir komandi starfsár. Hlökkum til að sjá sem flestar!

Skráning

Skráning er lokuð.