Viðburður fer fram: 30/09/2016
Klukkan: 7:30 e.h. - 11:59 e.h.
Hvar: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35
Þann 30. september n.k. er komið að næsta viðburði UAK. Viðburðurinn hefst kl 19.30 og verður haldinn í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35, 5.hæð. Þessi viðburður er eingöngu opinn fyrir félagskonur UAK. Skráning á viðburðinn, sem og nýskráning, fer fram hér á heimasíðunni.
Uppbygging kvöldsins verður með óhefðbundnu sniði að þessu sinni þar sem markmið fundarins er að félagskonur kynnist betur innbyrðis. Við höfum fengið frábæran gest til liðs við okkur en hún Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, ætlar að koma til okkar og fjalla um mikilvægi tengslamyndunar. Á fundinum verður boðið upp á pizzur og drykki, bæði áfenga og óáfenga.
Allar sem mæta fá happdrættismiða og dregnir verða út vinningar. Nú þegar er komið þó nokkuð af vinningum frá flottum fyrirtækjum, þ.á m. frá 66°N, Þjóðleikhúsinu, Snyrtimiðstöðinni, Gló, Balsam og Skeljungi.
Mikilvægt er að hrista hópinn saman fyrir komandi starfsár. Hlökkum til að sjá sem flestar.
Skráning
Skráning er lokuð.