Viðburður fer fram: 06/04/2017
Klukkan: 5:00 e.h. - 7:00 e.h.
Hvar: Skúlagata 4, Skúlagata 4
Næstkomandi fimmtudag þann 6.apríl er á dagskrá heimsókn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Viðburðurinn verður haldinn í atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu sem er til húsa við Skúlagötu 4. Ráðuneytið opnar dyrnar klukkan 17:00 og mun viðburðurinn hefjast klukkan 17:30
Þórdís Kolbrún er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu á Íslandi sem og næst yngst allra íslenskra ráðherra.
Auðvelt er að halda því fram að hún falli undir skilgreininguna á ungri athafnakonu og hlökkum við mikið til að hlýða á nokkur góð orð frá henni sem og fá að spyrja hana spjörunum úr.
Áður en Þórdís tók við stöðu ráðherra var hún m.a aðstoðarmaður innanríkisráðherra (2014-2016), framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins (2013-2014), stundakennari í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík og lögfræðingur hjá úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála. Þórdís er með BA og ML í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!
Skráning
Skráning er lokuð.