UAK dagurinn 2019

In by Auður Albertsdóttir

Viðburður fer fram: 16/03/2019
Klukkan: 10:00 f.h. - 4:00 e.h.
Hvar: Harpa, Austurbakki 2


Ungar athafnakonur halda í annað sinn ráðstefnu tileinkaða ungum konum í íslensku atvinnulífi sem fer fram 16. mars í Hörpu. Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum og í ár ber ráðstefnan yfirskriftina Brotið glerþak til frambúðar.

Frú Vigdís Finnbogadóttir mun opna ráðstefnuna og meðal fyrirlesara verða Ragnhildur Ágústsdóttir, Bergur Ebbi, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, María Rut Kristinsdóttir og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir. Auk fyrirlestra verða tvær panelumræður á dagskrá.

Fyrri panelumræðan ber heitið Frá byltingum og bakslögum til aðgerða. Þar stýrir Auður Albertsdóttir umræðum um reynslu af byltingum samtímans og hvernig megi tryggja aðgerðir í framhaldinu. Gestir panelsins verða Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir og Þorsteinn V. Einarsson.

Seinni panelumræða ráðstefnunnar ber heitið Er pláss fyrir konur á toppnum? Þá verður hið umtalaða glerþak í brennidepli og Edda Sif Pálsdóttir stýrir umræðum. Gestir panelsins verða Helga Valfells, Lilja Gylfadóttir og Stefán Sigurðsson.

Innifalið í miða á UAK daginn er aðgangur að ráðstefnunni, hádegisverður, kokteilboð Kviku eftir að dagskrá lýkur og gjafapoki.

Smellið hér til að kaupa miða.