UAK ráðstefnan 2024

In by Sóley Björg Jóhannsdóttir

Viðburður fer fram: 11/05/2024
Klukkan: 9:30 f.h. - 5:00 e.h.
Hvar: Harpa, Austurbakki 2


Þann 11. maí standa Ungar Athafnakonur (UAK) fyrir sinni árlegri ráðstefnu tileinkaðri ungum konum í íslensku atvinnulífi og mun hún fara fram í Norðurljósasal í Hörpu. Yfirskrift ráðstefnunnar er UAK í 10 ár – drifkraftur breytinga en 10 ár eru frá stofnun félagsins og verður því sérstakur afmælisbragur á ráðstefnunni.

Þema ráðstefnunnar í ár mun taka mið af aldri félagsins og því verður síðasti áratugur í brennideplinum ásamt því að setja stefnu fyrir næsta áratug, bæði á einstaklingsgrundvelli og sem samfélag. Á þessum degi viljum við vekja athygli á mikilvægi kynjajafnréttis, veita vettvang til umræðna og fylla þátttakendur eldmóði. Við höfum því fengið til liðs við okkur framúrskarandi og skemmtilega fyrirlesara sem öll eiga það sameiginlegt að brenna fyrir málstaðinn.

Dagskráin er fjölbreytt en við munum heyra reynslusögur framúrskarandi kvenna í atvinnulífinu, læra hvernig við getum nýtt okkur fyrirbyggjandi læknisfræði, afhverju öryggi í framkomu getur skipt sköpum og hvernig við myndum okkur skýra framtíðarsýn. Allir þessir þættir spila mikilvægt hlutverk í að valdefla ungar konur á íslenskum atvinnumarkaði sem er eimmitt meginmarkmið félagsins.

Hér er hægt að lesa nánar um dagskrá ráðstefnunnar.

Hér er hægt að kaupa miða á ráðstefnuna.

Innifalið í miðaverði er gjafapoki, hádegismatur, kaffi og léttar veitingar að dagskrá lokinni. Við hlökkum til að sjá ykkur í Norðurljósasal í Hörpu þann 11. maí.