UAK x 66°Norður: Vörumerki framtíðarinnar

In by valarun1

Viðburður fer fram: 23/02/2021
Klukkan: 8:00 e.h. - 9:30 e.h.
Hvar: ,


Bjarney Harðardóttir eigandi 66°Norður mun flytja fyrirlestur um hugverk og hönnun sem fjórðu stoðina í íslensku samfélagi. Ásamt því fer hún yfir hringrás 66°Norður og áherslur í félagsins í markaðsmálum. Viðburðinum verður streymt þann 23.febrúar kl. 20:00. Fyrirlesturinn er opin miðahöfum UAK ráðstefnunnar: Frá aðgerðum til áhrifa – Vertu breytingin ásamt skráðum félagskonum. Ekki þarf að skrá sig á viðburðinn heldur er hann aðgengilegur miðahöfum á uak.velkomin.is.

Bjarney hefur komið víða við í viðskiptalífinu. Starfað við markaðsmál og stefnumótun frá 1995 m.a. sem framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Íslandsbanka. Hún hefur einnig kennt vörumerkjastjórnun  við HR og Tækniháskólann. Árið 2011 keypti Bjarney ásamt eiginmanni sínum, Helga Rúnari, 66°Norður með það markmið að 66°Norður verði fyrsta alþjóðlega vörumerkið frá Íslandi. Bjarney á og rekur einnig Rammagerðina sem selur íslenska hönnun og handverk.

66°Norður var stofnað árið 1926 til að mæta lífsnauðsynlegri þörf fyrir vinnufatnað fyrir sjómenn og síðar björgunarsveitafólk. Gæði, ending og notagildi eru gamalgróin gildi, bæði vegna íslenskrar veðráttu, sem er krefjandi og síbreytileg, og vegna þess að í svona litlu samfélagi hafa viðskiptavinir ávallt verið vinir, fjölskylda og nágrannar. Í dag framleiðir fyrirtækið fatnað sem gerir líf og starf mögulegt hér á hjara veraldar þar sem væri annars ekki neitt. Viðskiptahættir þeirra varðveita sömuleiðis náttúruna og vernda norðurslóðir á tímum þegar umhverfið á undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga.