UAK x Normið: Hvað er að stoppa þig?

In by Kristjana Björk Barðdal

Viðburður fer fram: 24/02/2021
Klukkan: 12:00 e.h. - 1:00 e.h.
Hvar: ,


Þær Sylvía Bríem og Eva Matta þáttastjórnendur Normsins standa fyrir vinnustofunni: Hvað er að stoppa þig? Vinnustofan fer fram stafrænt miðvikudaginn 24.febrúar kl. 12:00.  Vinnustofan er opin miðahöfum UAK ráðstefnunnar: Frá aðgerðum til áhrifa – Vertu breytingin ásamt skráðum félagskonum. Ekki þarf að skrá sig á viðburðinn heldur verður zoom hlekkur aðgengilegur fyrir miðahafa á uak.velkomin.is. Farið verður í gegnum nokkrar leiðir til þess að þora – negla í breytingu! Við getum allar haft mikilvæg áhrif. Rífum okkur í gang í þessari kraftmiklu og hnitmiðuðu vinnustofu.

Tilgangur Evu og Sylvíu er skýr – þær hafa brennandi áhuga á að hjálpa fólki og vera partur af því að fólki uppskeri árangur. Þær hafa meðal þeirra áratuga reynslu í þjálfun á fólki og trónað á toppi bestu þjálfara í heimi. Það er einfaldlega fátt sem finnst jafnast á við það að sjá allskonar fólk uppskera frábært líf eftir góða sjálfsvinnu.

Þær eru með réttindi í markþjálfun, NLP (neuro lingustic programming), alþjóðleg leiðtogaþjálfunarréttindi, eru báðar í sálfræðinámi og með leiklistarnám í farteskinu. Það mætti segja að þær brenni fyrir því að gera sjálfsvinnuna þína SKEMMTILEGA.