UAK x Síminn – Athafnakonur hjá Símanum

In by Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal

Viðburður fer fram: 09/11/2023
Klukkan: 5:30 e.h. - 7:30 e.h.
Hvar: Síminn, Ármúli 25


Síminn býður UAK velkomnar í heimsókn!

Þann 9.nóvember mun Síminn bjóða UAK í heimsókn þar sem félagskonur fá tækifæri til að skyggnast inn í menningu Símans.

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar og Eyrún Huld Harðardóttir, leiðtogi markaðsmála, munu vera með kynningu á störfum sínum og segja frá stefnu Símans í jafnréttismálum. Inga María Hjartardóttir, markaðssérfræðingur hjá Símanum og fyrrum stjórnarkona UAK, segir frá sinni vegferð og hvernig UAK hefur spilað hlutverk í lífi hennar. Einnig munum við heyra frá Bryndísi Þóru Þórðardóttur, teymisstjóra fyrirtækjaráðgjafar Símans og Björk Sigurjónsdóttur, forritara í sjónvarpskerfum Símans.

Að því loknu mun Vigdís Hafliðadóttir stíga á stokk og taka nokkur lög! Það þarf vart að kynna hana Vigdísi en hún syngur í hljómsveitinni FLOTT.

UAK hlakkar til að fá frekari innsýn inn í rekstur þessa frambærilega fyrirtækis, kynnast þeim flottu konum sem þar starfa og eiga góða stund með félagskonum.

Takmarkað pláss er á viðburðinn og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Skráning

Skráning er lokuð.