Vellíðan á vinnumarkaði: Hvernig náum við árangri án þess að tapa heilsunni?

In by Bjarklind

Viðburður fer fram: 17/05/2022
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Hitt Húsið, Rafstöðvarvegur 7-9


Þriðjudagskvöldið 17. maí stendur UAK fyrir örfyrirlestrarkvöldinu Vellíðan á vinnumarkaði: Hvernig náum við árangri án þess að tapa heilsunni? Viðburðurinn verður haldinn í Hinu Húsinu, Rafstöðvarvegi 7-9. Dagskrá hefst kl. 20:00 en húsið opnar 19:30. Viðburðurinn er opinn öllum sem áhuga hafa og hvetjum við ykkur eindregið til þess að taka kvöldið frá.

Markmið viðburðarins er að skapa umræðu um andlega heilsu á vinnumarkaði ásamt því að fjölga þeim tækjum og tólum sem við höfum til að fyrirbyggja starfstengda kulnun og halda heilsunni. Það er frábært að vilja ná árangri en mikilvægt er að halda góðu jafnvægi vinnu og einkalífs ef við viljum eiga langan og farsælan starfsferil. Við höfum fengið til liðs við okkur frábæra gesti sem munu deila með okkur sinni þekkingu og reynslu. Fyrirlesarar kvöldsins eru:

Elfa Þöll Grétarsdóttir sérfræðingur í hjúkrun og starfar hún á Verkefnastofu Landspítala. Elfa er einnig í MBA námi og hefur Advanced Yoga Nidra leiðbeinandaréttindi.

Guðlaug Ólafsdóttir vinnusálfræðingur sem lengi hefur starfað við mannauðsmál og stjórnendaráðgjöf. Guðlaug hefur meðal annars starfað síðustu ár hjá Landsbankanum og hjá Símanum ásamt því að hafa kennt vinnusálfræði í HÍ, HA og HR um árabil.

Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Mannauðssviðs hjá Samkaup. Gunnur hlaut nýverið titilinn millistjórnandi ársins.

Við erum virkilega spenntar að fræðast um þetta mikilvæga málefni og hlökkum til að sjá ykkur sem flest!