#vinnufriður

In by annaberglind

Viðburður fer fram: 17/01/2019
Klukkan: 7:30 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Kex Hostel (Gym og Tonic), Skúlagata 32


Ungar athafnakonur blása til samstöðufundar um rétt fólks til að sinna starfi sínu í friði

Byltingar á borð við #metoo hafa rutt veginn fyrir breytingar í samfélaginu en það er ekki nóg að viðurkenna vandann og segjast fordæma áreitni. Við viljum að stjórnvöld og leiðtogar í atvinnulífinu skilgreini hvaða afleiðingar og eftirfylgni áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur.

Hvað þarf að gerast svo hér ríki #vinnufriður?

Gestir verða:
Klara Óðinsdóttir, lögfræðingur
Elísabet Brynjarsdóttir, forseti stúdentaráðs HÍ
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar

Viðburðurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa, en ekki er skilyrði að vera skráð/ur í félagið. Viðburðurinn er gestum að kostnaðarlausu.

Þar sem um opinn viðburð er að ræða er nóg að melda sig á viðburðinn hér á þessum Facebook viðburði

Við hvetjum alla til að nota Twitter til að deila sinni reynslu og/eða hugsjónum varðandi þetta málefni undir #vinnufriður.