Vinnustofa: Forysta framtíðarinnar

In by Andrea Gunnarsdóttir

Viðburður fer fram: 18/11/2020
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: ,


Miðvikudaginn 18. nóvember nk. stendur UAK fyrir vinnustofunni Forysta framtíðarinnar. Við höfum fengið til liðs við okkur Ketil Berg Magnússon en hann er mannauðsstjóri Marel á Íslandi og stjórnendamarkþjálfi. Hann hefur yfir 10 ára reynslu sem mannauðsstjóri og stjórnendaráðgjafi og var framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagsábyrgð fyrirtækja, um árabil.

Á vinnustofunni verður fjallað um hlutverk leiðtoga, hvatningu og markmiðasetningu. Þá verður einnig farið yfir hvernig getum við aukið færni okkar í að leiða teymi og fengið aðra í lið með okkur. Vinnustofan hentar öllum þeim sem vilja efla leiðtogahæfileika sína og taka þátt í uppbyggilegri umræðu um forystu framtíðarinnar.

Viðburðurinn fer fram kl. 20 á Zoom og verður hlekkur sendur á skráðar félagskonur.

Skráning

Skráning er lokuð.