Viðburður fer fram: 19/10/2021
Klukkan: 7:30 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1
Þriðjudaginn 19.október stöndum við fyrir vinnustofu í ágreiningsstjórnun sem ber yfirheitið: ,,Hvernig tæklum við erfiðu samtölin”. Mikilvægt er að skrá sig á viðburðinn þar sem takmarkaður sætafjöldi er í boði.
Á vinnustofunni verður farið yfir tól og tæki sem aðstoða okkur þegar erfið samtöl eða ágreiningur koma upp. Lilja Bjarnadóttir, stofnandi Sáttaleiðarinnar, mun leiða vinnustofuna en hún mun fjalla stuttlega um mismunandi lausnir sem hægt er að nýta sér þegar kemur að ágreiningsstjórnun ásamt því hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir deilumál. Þátttakendur munu síðan æfa sig í því að eiga erfið samtöl og tækla ágreining sem getur komið upp á vinnustöðum, í hópavinnu og einkalífinu.
Lilja Bjarnadóttir er sáttamiðlari, lögfræðingur og stofnandi Sáttaleiðarinnar ehf. Hún er formaður Sáttar, félags um sáttamiðlun og hefur kennt sáttamiðlun við Háskólann á Bifröst og Dispute Resolution við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2017. Hún stofnaði ásamt Dagnýju Rut Haraldsdóttur Sáttamiðlaraskólann árið 2019. Lilja er sérfræðingur í lausn deilumála, með LL.M. gráðu í Dispute Resolution frá University of Missouri í Bandaríkjunum. Sáttaleiðina stofnaði Lilja árið 2015, og er Sáttaleiðin fyrsta íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig í því að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga að leysa deilumál með sáttamiðlun og aðstoðar einnig fyrirtæki að innleiða ferla til þess að koma í veg fyrir ágreining á vinnustöðum.
Vinnustofan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu M102. Húsið opnar kl. 19:30 og hefst vinnustofan á slaginu 20:00 og stendur í tvær klukkustundir. Við biðjum félagskonur að skrá sig á viðburðinn hér fyrir neðan. Ef forföll koma upp biðjum við skráða þátttakendur að tilkynna það fyrir kl. 12 á hádegi daginn áður, mánudaginn 18.október.
Skráning
Skráning er lokuð.