Viðburður fer fram: 07/03/2023
Klukkan: 5:30 e.h. - 7:30 e.h.
Hvar: CCP Games, Bjargargata 1 - Gróska Hugmyndahús
Næsti viðburður fyrir félagskonur UAK er vinnustofan Tölum um gildi á vegum Dale Carnegie. Gildi eru grundvallarviðhorf sem stýra hegðun okkar og hugarfari og hjálpa okkar að ákveða hvað er mikilvægt og hvernig manneskja við viljum vera.
Pála Þórisdóttir, stjórnendaþjálfari hjá Dale Carnegie mun stýra vinnustofunni þar sem farið verður yfir hvernig viðkomandi getur valið sér gildi og tengt þau betur við bæði skammtíma- og langtímamarkmið sín og hvernig hægt er að nýta gildi í bæði samtölum við okkur sjálf og aðra.
Húsið opnar kl 17:30 og hefst vinnustofan stundvíslega kl 18.
Vekjum athygli á því að takmörkuð pláss eru í boði!
Pála Þórisdóttir er stjórnendaþjálfari hjá Dale Carnegie þar sem hún hjálpar þar einstaklingum og fyrirtækjum að ná meiri árangri í sínu lífi og starfi. Þar nýtir hún yfir 20 ára reynslu í að vinna með fólki í gegnum störf sín sem stjórnandi hjá fyrirtækjum s.s. Sjóvá, Landsbankanum, Kreditkortum og Eimskip.
,,Það að hjálpa öðrum að ná árangri er gefandi og það eru forréttindi að sjá á hverjum degi hversu mikið við getum áorkað þegar við áttum okkur á hversu styrkleikar okkar eru margir og hvernig við getum best nýtt þá til að auðga líf okkar. Að ná fókus á hvað við viljum í einkalífi og starfi og hvað veitir okkur lífsgleði er árangur sem við getum náð í gegnum þjálfun. Að hrífa fólk með mér til að gera hluti betur og á nýjan hátt er það skemmtilegasta sem ég geri” segir Pála.
Hlökkum til að sjá þig þar!
**ATH Fullt er á viðburðinn en möguleiki er að skrá sig á biðlista hér
Við munum hafa samband við þær sem hafa skráð sig á biðlista ef það losnar pláss.
Skráning
Skráning er lokuð.