Tengslakvöld: Vínsmökkun & upphitun fyrir ráðstefnu

In by Andrea Gunnarsdóttir

Viðburður fer fram: 03/03/2022
Klukkan: 5:30 e.h. - 7:30 e.h.
Hvar: SKÝ Restaurant & Bar, Ingólfsstræti 1


Við hitum upp fyrir ráðstefnu UAK 2022 með tenglakvöldi á SKÝ Restaurant & Bar fimmtudaginn 3. mars. Við fáum til okkar góða gesti en Sævar Már sommelier mun kynna okkur fyrir góðum vínum og Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, mun flytja erindi. Gerður mun gefa okkur innsýn inn í sína vegferð, Blush ævintýrið og hvernig hún komst á þann stað sem hún er á í dag. Gerður var valin markaðsmanneskja ársins 2021 af Samtökum markaðsfólks á Íslandi, Ímark.

Félagskonur UAK geta boðið vínkonu með sér á tengslakvöldið. Við hlökkum til að tengjast betur, skála og hrista upp í hópnum fyrir stærsta viðburð starfsársins.

Skráning fer fram hér að neðan, en bjóðum við ykkur að taka eina vinkonu með sem er ekki í félaginu. Endilega setjið +1 í athugasemd ef þið komið með gest. 

Skráning

Skráning er lokuð.