Vörumerkið þú

In by Auður Albertsdóttir

Viðburður fer fram: 04/05/2020
Klukkan: 7:30 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Vox Club, Suðurlandsbraut 2


Ath! Fullt er á námskeiðið en hægt er að skrá sig á biðlista hér: https://forms.gle/o2uuRLNMXJyZZTMWA

Við biðjum ykkur að afskrá ykkur með því að senda póst á uak@uak.is í síðasta lagi sunnudaginn 3. maí kl. 12:00. Ef þið þurfið að afbóka ykkur eftir þann tíma (t.d. á mánudeginum) biðjum við ykkur vinsamlegast um að láta okkur vita. Virðum það að takmarkað pláss er í boði og því mikilvægt að öll plássin nýtist

Mánudaginn 4. maí næstkomandi fer fram námskeiðið „Vörumerkið þú” fyrir félagskonur UAK. Námskeiðið er haldið af þeim Andrési Jónssyni og Sesselíu Birgisdóttur og snýr að leiðum til að auka sýnileika og skara framúr, hvort hægt sé að nýta vörumerkjafræði til uppbyggingar á starfsframa og hvernig hægt sé að auka sýnileika með persónulegri hæfni.

Í upphafi kvölds fáum við jafnframt góðan gest, Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka, til þess að kynna nýútkomna bók sína, Framkomu. Í bókinni er farið yfir grundvallaratriði þess að koma sér á framfæri á fjölbreyttum vettvangi, ráð og æfingar til að bæta framkomu en einnig skemmtilegar reynslusögur um það sem betur hefði mátt fara. Hægt verður að kaupa bókina á forsöluverði á staðnum.

Námskeiðið fer fram á Vox Club, Suðurlandsbraut 2 (sama hús og Reykjavík Hilton Nordica en sérinngangur frá bílastæði). Húsið opnar 19:30 en námskeiðið hefst klukkan 20.

Í ljósi gildandi takmarkana vegna Covid-19 verður takmarkað sætaframboð og fer skráning fram hér fyrir neðan. Tryggð verður 2 metra fjarlægð milli gesta og spritt á staðnum.

Skráning

Skráning er lokuð.