Framboð til stjórnar UAK 2019

In Fréttir by annaberglind

Nafn: Amna Hasecic
Aldur: 25 ára
Menntun: Ég er með BS gráðu í ferðamálafræði frá HÍ með markaðsfræði og alþjóðaviðskipti sem aukagrein og er núna í meistaranámi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við sama skóla. 
Starf: Verkefnastjóri hjá Atlantik

Ég heiti Amna og býð mig fram í stjórn UAK. Ég er í meistaranámi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við HÍ og vinn sem verkefnastjóri hjá ferðaskrifstofunni Atlantik. Ég hef áhuga á að sitja í stjórn UAK af því að mér finnst þetta spennandi félag sem gefur mér og öðrum mikinn innblástur. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að mæta á þessa viðburði hjá félaginu, kynnast mögnuðum konum og labba út full af sjálfstrausti. Ég hef lært ótrúlega mikið á því að vera partur af þessu félagi og það væri mér mikill heiður að sitja í stjórn UAK og þróa þennan geggjaða félagskap enn frekar.

Nafn: Áslaug Heiða Gunnarsdóttir
Aldur: 35 ára
Menntun: Framhaldsnám í International Business Law, Hamburg Þýskalandi. Master í lögfræði frá Árósarháskóla, Danmörku.
Starf: Lögfræðingur LL.M, ráðgjafi og sáttamiðlari.

Hef búið erlendis í fjöldamörg ár, hef unun af framsækni kvenna á viðskiptamarkaði og í lífinu almennt.
Hef tekið þátt í og verið félagi í um 2 ár og tekið þátt í fjölmörgum atburðum og fylgst með því vaxa og dafna.
Hér er um að ræða einar flottustu stúlkur landsins og félag sem er mikilvægt fyrir ungar metnaðargjarnar dömur með stóra framtíðarsýn og kjark.

Nafn: Björgheiður Margrét Helgadóttir
Aldur: 27 ára
Menntun: M.Sc. í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík
Starf: Sérfræðingur í upplýsingatæknideild Innnes

Ég heiti Björgheiður og er 27 ára verkfræðingur, wannabe twitter celeb og áhugaheklari frá Egilsstöðum.
Undanfarin 3 ár hef ég tekið virkan þátt í starfi Ungra athafnakvenna og það er erfitt að lýsa því nægilega vel hversu mikið það hefur gefið mér. Ég starfa í mjög karllægum geira og það er mér algjörlega ómetanlegt að geta nýtt kraftinn sem myndast á viðburðum UAK til þess að eflast í starfi og daglegu lífi. Ég lít á sjálfa mig sem helstu klappstýru UAK og það væri mér sannur heiður að taka þann titil ennþá lengra og taka þátt í að stjórna þessu frábæra félagi. 
Ég tel mig hafa margt fram að bjóða, hef setið í stjórnum nemendafélaga, stjórnum starfsmannafélaga og er sennilega eina manneskjan á Íslandi sem bauð sig fram að fyrra bragði að vera gjaldkeri húsfélagsins míns.
Eflum tengslanetið, berjumst saman og ryðjum veginn!

Nafn: Vala Rún Magnúsdóttir
Aldur: 22 ára
Menntun: Nemi í rekstrarverkfræði í HR
Starf: Annar þáttastjórnenda í podcast-þættinum Þegar ég verð stór á Útvarp101

Ég er 22 ára háskólanemi og ung athafnakona.
Ég var í skautum í 17 ár, þar af afreksíþróttakona í 5 ár, ásamt því að vera í skóla, vinnu og öðrum verkefnum. Þar lærði því að skipuleggja mig, hugsa í lausnum og almennt að vinna undir álagi. Auk þess er ég opin, jákvæð og raunsæ.
Ég hef tekið þátt í ýmsum verkefnum t.d verkefnastjórn Gulleggsins síðasta haust og er samskiptastjóri hjá Project G4G – verkefni á vegum UN Women og Harvard.
Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram í stjórn UAK er sú að ég brenn fyrir þeim málefnum sem félagið vinnur að. Ég tel að starf UAK sé ótrúlega mikilvægt fyrir ungar konur til þess að kynnast atvinnulífinu, efla tengslanet og fá innblástur frá öðrum. Þess vegna langar mig að taka þátt í að móta og skipuleggja þetta frábæra starf UAK og vonandi efla það enn frekar.