Fylgdu hjartanu og taktu stökkið

In Fréttir by Árný Lára Sigurðardóttir

Tengslakvöld UAK hafa ætíð verið fjölsóttir meðal félagskvenna enda mynda slíkir viðburðir mikla samheldni, tækifæri fyrir tengslamyndun og tækifæri til þess að stilla saman strengi fyrir næstu skref.

Viðburðurinn Taktu stökkið sem haldin var þann 6. apríl varð ekki síður vinsælli en fyrri samkomur. Helstu áherslur kvöldsins voru á að læra af reynslu félagskvenna af því að taka stökkið og fylgja innsæinu. Að þessu sinni voru það þær Gamithra Marga, Rakel Tómasdóttir og Unnur Ársælsdóttir sem komu af stað umræðu með stuttum erindum um sjálfan sig. Guðrún Valdís Jónsdóttir, fjármálastjóri UAK, stýrði umræðunum kvöldsins er þróuðust á jákvæðan og skemmtilegan hátt með virkri þátttöku félagskvenna. Það var bæði fróðlegt og áhugavert að heyra frásagnir um viðmælenda og félagskvenna hvernig framkvæma mætti hluti sem krefjast hugrekkis og fylgja hjartanu þegar kemur að breytingum.

Það er alltaf einstök upplifun á tengslakvöldum þegar félagskonur koma saman með einlægan áhuga á að læra af hvor annarri, vera öðrum hvatning og samstaða. UAK er ákaflega stolt af því að geta veitt þann vettvang.