Fyrirtækjaheimsókn í Nova

In Fréttir by Björgheiður Margrét Helgadóttir

30. október síðastliðinn fóru Ungar athafnakonur í fyrirtækjaheimsókn í Nova. Þar tóku á móti okkur Margrét B. Tryggvadóttir forstjóri Nova, Karen Ósk Gylfadóttir, markaðsstjóri Nova og fyrrverandi stjórnarkona UAK, og Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdarstjóri sölu og þjónustu hjá Nova.

Karen Ósk Gylfadóttir

Þær sögðu okkur frá því hvernig fyrirtækjamenning innan Nova er háttað, þar sem mikil áhersla er lögð á það að ánægðir starfsmenn skili sér í ánægðum viðskiptavinum. Hjá Nova er mikið af viðburðum og hópefli sem brjóta upp daginn, engin stimpilklukka hjá skrifstofustarfsfólki, áhersla lögð á jafnvægi milli vinnu og einkalífs og markvisst unnið að því að skapa lið sem vinnur saman að sameiginlegum háleitum markmiðum. Hjá Nova er einnig einblínt á að jafna kynjahlutföll á öllum sviðum og gaf Margrét forstjóri Ungum athafnakonum tækifæri til þess að koma með hugmyndir um hvernig væri best að ná til kvenna til að auka hlut þeirra á karlægustu sviðunum.

Þuríður Björg Guðnadóttir

Viljum við þakka Nova fyrir sérlega ánægjulega heimsókn og það var okkur sannur heiður að fá að hlusta á og tala við svona flottar fyrirmyndir!